Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: PSG verður betra lið á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Mynd: PSG
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, hefur neitað að tjá sig um framtíð ungstirnisins Xavi Simons, sem hefur verið að gera góða hluti á láni hjá RB Leipzig á tímabilinu.

Simons er 21 árs sóknartengiliður sem getur einnig spilað úti á kanti en hann er uppalinn hjá Barcelona og PSG og býr yfir gríðarlega miklum gæðum.

Simons gerði frábæra hluti með PSV Eindhoven í fyrra sem varð til þess að PSG nýtti endurkaupsréttinn á leikmanninum. Simons heimtaði þó spiltíma hjá PSG og var því lánaður beint út til Leipzig.

„Ég tjái mig ekki um leikmenn sem eru ekki partur af leikmannahópinum," svaraði Enrique.

Leipzig vill festa kaup á Simons, en PSG hefur ekki áhuga á að selja hann fyrir minna heldur en 60 milljónir evra. PSG lítur á Simons sem framtíðarleikmann.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir allt benda til þess að Simons verði lánaður aftur út í sumar, líklegast aftur til Leipzig.

Luis Enrique var einnig spurður út í framtíð PSG eftir brottför Kylian Mbappé.

„Við vissum að Kylian myndi fara í sumar og við erum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Ég óska Mbappé alls hins besta í framtíðinni en ég er viss um að PSG verði sterkara lið á næsta ári heldur en það er núna.

„Þið megið skrifa þetta niður. PSG verður betra lið á næstu leiktíð. Ég er sannfærður um það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner