Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. september 2018 15:19
Hafliði Breiðfjörð
Baráttukveðjur til Tomma í upphitun hjá U21
Markmannstríóið í bolunum fyrir upphitun í dag. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Markmannstríóið í bolunum fyrir upphitun í dag. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landslið Íslands er þessa stundina að hita upp fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu á KR-vellinum. Liðið er klædd bolum með áletruninni BARÁTTUKVEÐJUR TOMMI - U21 STRÁKARNIR.

Með því vilja þeir senda Tómasi Inga Tómassyni aðstoðarþjálfara liðsins kveðjur en hann hefur verið mikið veikur allt árið og ekki geta verið með liðinu.

Tómas Ingi fór í einfalda mjaðmaðgerð í upphafi ársins en af einverjum ástæðum gekk hún illa og hann lenti í að fá sýkingu í kjölfarið. Hann er enn að reyna að ná bata.

„Síðustu mánuðina hefur vinur okkar, Tómas Ingi Tómasson, verið í alvarlegum veikindum. Hugur okkar er hjá honum og við vonum að hann nái sér af því," sagði Gísli Gíslason sem er í landsliðsnefnd U21 árs landsliðsins við Fótbolta.net fyrir leikinn sem hefst 15:30.

„Strákarnir vildu sýna stuðning sinn og senda Tómasi kveðju eð því að klæðast þessum bolum. Þetta var að þeirra frumkvæði, það er skemmtilegt við þennan hóp að þetta eru gegnheilir karakterar sem eru fótboltanum til sóma og eiga eftir að gera okkur stolt í framtíðinni."

Fótbolti.net sendir Tómasi Inga einnig bestu batakveðjur.
Athugasemdir
banner
banner