Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. september 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Gavi verður áfram hjá Barcelona
Gavi verður áfram í Barcelona
Gavi verður áfram í Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænski táningurinn Gavi verður áfram í röðum Barcelona en hann er við það að framlengja samning sinn við félagið.

Gavi, sem er 18 ára gamall, er uppalinn í Barcelona, en hann braut sér leið inn í byrjunarliðið á síðustu leiktíð og spilaði 47 leiki yfir allt tímabilið.

Hann vann sér um leið sæti í spænska landsliðinu og var ekki lengi að festa byrjunarliðssæti þar.

Samningur Gavi gildir út þetta tímabil og hefur því Barcelona verið í viðræðum við leikmanninn. Önnur félög fylgdust náið með viðræðunum sem hafa gengið hægt fyrir sig, en nú er samkomulag svo gott sem í höfn.

Það má gera ráð fyrir því að hann framlengi samning sinn á næstu dögum og verður hann væntanlega vera með svipað riftunarákvæði og var sett í samning Pedri, sem er um einn milljarður evra.
Athugasemdir
banner