Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. október 2020 21:20
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Þeir voru mikið betri
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað voru fyrstu tvö mörkin svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir mikið betri. Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik en þeir voru meira með boltann," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport eftir 3-0 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Danir komust yfir eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en markið er þó afar umdeilt þar sem boltinn virtist ekki fara inn.

„Það var svekkjandi að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik. Það var erfitt fyrir mig sjá þetta og ennþá erfiðara fyrir línuvörðinn sem er 40 metra frá. Hann sagðist 100% viss á að boltinn hefði verið farinn yfir línuna. Þó að þetta hafi verið tæpt mark þá voru Danirnir mikið betri í kvöld. Ég held að þetta mark ekki breytt öllu."

Christian Eriksen skoraði annað markið í upphafi síðari hálfleiks þegar hann brunaði aleinn í gegn frá miðju eftir að Rúnar Már Sigurjónsson átti skot í varnarmann eftir innkast.

„Ég sagði inni í klefa áðan að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember og vonandi lærum við af þessu," sagði Gylfi.

Gylfi segir ekki ljóst hvort hann spili gegn Belgum á miðvikudag en hann hefur spilað 90 mínútur tvo leiki í röð. Everton á mikilvægan leik gegn Liverpool um næstu helgi.

„Við ætlum að ræða það, ég, Erik og Freysi. Ég er búinn að spila nokkra leiki síðustu 10 daga og við ætlum aðeins að spjalla og sjá hvernig ég er seinna í kvöld," sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner