Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. október 2021 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar þakklátur fyrir „alvöru íslenska stemningu" á vellinum
Icelandair
Af vellinum í kvöld.
Af vellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var þakklátur því að fá góðan stuðning frá fólki í stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM.

Það var mikið í umræðunni fyrir leik að áhorfendafjöldi á síðasta leik við Armeníu hefði verið mjög dapur. Það voru 1697 áhorfendur á leiknum.

Í gegnum árangurinn magnaða frá 2011 til 2019, þá var stuðningurinn við liðið ótrúlegur og ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel.

Stuðningurinn var betri í dag. Það voru 4461 manns á vellinum í kvöld. Arnar var mjög ánægður með stuðninginn.

„Ég held að það hafi verið gaman á vellinum í kvöld. Það var góður stuðningur. Í fyrsta skipti fyrir mig sem landsliðsþjálfara var alvöru íslensk stemning á vellinum. Við erum þakklátir fyrir það, að það hafi verið góður stuðningur," sagði Arnar á fréttamannafundi eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner