Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. nóvember 2020 12:31
Elvar Geir Magnússon
Pablo Punyed í Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn reynslumikli Pablo Punyed hefur yfirgefið KR og gengið í raðir Víkings í Reykjavík. Þetta var tilkynnt í Fossvoginum rétt í þessu.

Pablo skrifaði undir tveggja ára samning við Víking, út tímabilið 2022.

Pablo er þrítugur og er íslenskum fótboltaáhugamönnum að góðu kunnur. Hann átti gott tímabil með KR í sumar og var til að mynda valinn besti leikmaður fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Samningur hans við KR er runninn út og hann ákvað að færa sig um set.

Hann varð Íslandsmeistari með KR 2019 og með Stjörnunni 2014. Þá varð hann bikarmeistari með ÍBV 2017.

Einnig hefur Pablo, sem hefur leikið 24 landsleiki með El Salvador, spilað með Fjölni og Fylki hér á landi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner