Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 12. janúar 2022 09:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt halda sambandi við Pochettino bak við tjöldin
Franskir fjölmiðlar segja að Manchester United hafi bak við tjöldin haldið sambandi við Mauricio Pochettino sem talinn er líklegastur til að verða næsti stjóri á Old Trafford.

Pochettino vinnur nú að því að vinna franska meistaratitilinn og sjálfa Meistaradeildina með stjörnum prýddu liði Paris Saint-Germain.

Manchester United hafði samband við Pochettino þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Le Parisien segir að félagið hafi svo haldið sambandinu.

Pochettino er sagður vilja taka við United í sumar þegar Ralf Rangnick færist yfir í ráðgjafahlutverk.

Pochettino, Erik ten Hag hjá Ajax og Brendan Rodgers hjá Leicester eru þeir sem taldir eru líklegastir til að taka við Rauðu djöflunum. Því er haldið fram að Rangnick telji Ten Hag besta kostinn.
Er Þorsteinn Halldórsson kominn á endastöð með landsliðið?
Athugasemdir
banner