Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 12. júní 2021 12:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Wales og Sviss: Bale og Shaqiri mætast
Mynd: EPA
Opnunarleikur EM fór fram í gær. EM heldur áfram í dag en byrjunarliðin í fyrsta leik dagsins eru klár.

Aaron Ramsey byrjar hjá Wales en Robert Page gerir sjö breytingar á liðinu frá síðasta æfingaleiknum gegn Albaníu, Connor Roberts, Joe Rodon, Joe Morrell, Daniel Moore and Kieffer Moore koma einnig inn í liðið.

Það eru nokkrir leikmenn í liði Sviss sem margir þekkja úr enska boltanum. Fabien Schar, Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri eru allir í byrjunarliðinu. Manuel Akanji miðvörður Dortmund er við hlið Schar í vörninni.

Leikurinn hefst kl 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport EM.

Sviss: Sommer, Elvedi, Schar, Akanji, Mbabu, Xhaka, Freuler, Rodriguez, Shaqiri, Embolo, Seferovic.

Wales: Ward, C Roberts, Mepham, Rodon, B Davies, Allen, Morrell, Ramsey, Bale, Moore, James.
Athugasemdir
banner