Nýliðar Ipswich Town hafa blandað sér í baráttuna um Kalvin Phillips, miðjumann Manchester City.
Everton er líka á meðal félaga sem er að skoða það að fá hann og þá hefur Phillips jafnframt verið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi
Everton er líka á meðal félaga sem er að skoða það að fá hann og þá hefur Phillips jafnframt verið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi
Phillips gekk til liðs við City frá Leeds sumarið 2022 fyrir 45 milljónir punda og hefur ekki náð að sanna sig fyrir Pep Guardiola.
Hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð en átti mjög erfitt uppdráttar hjá Lundúnarliðinu.
Phillips hefur leikið sem miðvörður hjá Man City á undirbúningstímabilinu en hann spilar yfirleitt sem djúpur á miðju.
Ipswich komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir komandi tímabil en liðinu er spáð neðsta sæti í spá Fótbolta.net.
Athugasemdir