Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
laugardagur 14. september
Lengjudeild karla
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin A
Frakkland 2 - 0 Belgía
Ísrael 1 - 2 Ítalía
Þjóðadeildin B
Noregur 2 - 1 Austurríki
Slóvenía 3 - 0 Kasakstan
Svartfjallaland 1 - 2 Wales
Tyrkland 3 - 1 Ísland
Þjóðadeildin C
Kýpur 0 - 4 Kósóvó
Rúmenía 3 - 1 Litáen
Vináttulandsleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Azerbaijan U-19 0 - 3 Wales U-19
Finland U-19 0 - 4 Romania U-19
Lithuania U-19 1 - 1 Armenia U-19
Poland U-17 0 - 1 Norway U-17
Ekkert mark hefur verið skorað
Estonia U-19 2 - 3 Czech Republic U-19
India 0 - 3 Syria
Switzerland U-19 2 - 1 Ukraine U-19
France U-20 2 - 1 Switzerland U-20
Turkey U-17 4 - 0 Azerbaijan U-17
Switzerland U-17 1 - 5 Portugal U-17
Netherlands U-18 0 - 1 Italy U-18
Netherlands U-19 2 - 2 Scotland U-19
Italy U-17 0 - 2 Spain U-17
England U-21 4 - 1 Austria U-21
Faroe Islandes U-19 3 - 1 Turkmenistan U-19
Cote dIvoire U-17 2 - 0 Morocco U-17
Malta U-19 1 - 1 Bulgaria U-19
United Arab Emirates U-23 1 - 1 Bahrain U-23
Mexico U-23 2 - 1 Panama U-23
Tunisia U-20 3 - 0 Algeria U-20
Montenegro U-17 0 - 1 Romania U-17
Vietnam U-20 0 - 2 Russia U-21
banner
mið 07.ágú 2024 12:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 20. sæti: „Tárin voru sæt á bragðið 4. maí síðastliðinn"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Við byrjum á nýliðum Ipswich Town, sem er spáð neðsta sæti deildarinnar.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Kieran McKenna endursamdi við félagið.
Kieran McKenna endursamdi við félagið.
Mynd/Getty Images
Fyrirliðinn Sam Morsy.
Fyrirliðinn Sam Morsy.
Mynd/Getty Images
Omari Hutchinson sneri aftur til Ipswich.
Omari Hutchinson sneri aftur til Ipswich.
Mynd/Getty Images
Ipswich keypti miðvörðinn Jacob Greaves frá Hull City.
Ipswich keypti miðvörðinn Jacob Greaves frá Hull City.
Mynd/Ipswich
Vinstri bakvörðurinn Leif Davis var frábær á síðasta tímabili.
Vinstri bakvörðurinn Leif Davis var frábær á síðasta tímabili.
Mynd/Ipswich
Gunnar Sigurðarson er mikill stuðningsmaður Ipswich.
Gunnar Sigurðarson er mikill stuðningsmaður Ipswich.
Mynd/Úr einkasafni
Stuðningsmenn Ipswich þurfa ekki að vera með neinn fýlusvip í dag.
Stuðningsmenn Ipswich þurfa ekki að vera með neinn fýlusvip í dag.
Mynd/Getty Images
'Klárlega langbesti stjórinn í enska boltanum í dag'
'Klárlega langbesti stjórinn í enska boltanum í dag'
Mynd/Getty Images
'hahahahahaha'
'hahahahahaha'
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Ipswich er komið upp í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru. Þeir voru fyrir stuttu í C-deild.
Ipswich er komið upp í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru. Þeir voru fyrir stuttu í C-deild.
Mynd/Getty Images
Ipswich Town er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 22 ár og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því hvernig það hefur atvikast. Það er ekki langt síðan Ipswich var bara í miðjumoði í C-deildina en það má segja að hlutirnir hafi breyst til hins miklu betra þegar bandarískur eigendahópur tók yfir félagið í apríl 2021. Það sama ár var Kieran McKenna ráðinn stjóri liðsins og síðan þá hefur leiðin legið upp á við.

Liðið fór upp úr C-deild á sama tímabili og McKenna tók við og á síðasta tímabili fór Ipswich svo beint upp úr Championship-deildinni. Það var virkilega skemmtilegt að fylgjast með Ipswich á síðustu leiktíð og voru margir að bíða eftir að blaðran myndi springa. Á köflum lak smá loft út en blaðran sprakk aldrei. Ekkert lið skoraði fleiri mörk en Ipswich í Championship á síðustu leiktíð og það var erfitt að ráða í þeirra leikstíl.

Enska úrvalsdeildin er önnur skepna en það er erfitt að sjá að Ipswich muni falla með yfirburðum. Þeir munu örugglega gera heiðarlega tilraun í að halda sér uppi og kannski mun það ganga upp. Það er alls ekkert ómögulegt með þann sterka kjarna sem hefur myndast hjá liðinu síðustu árin.

Stjórinn: Það stærsta sem gerðist hjá Ipswich í sumar var að Kieran McKenna skrifaði undir nýjan samning við félagið. Hann tók við sem stjóri liðsins í desember 2021 og hefur komið Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum. Hann var meðal annars orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar, og þá hefur hann verið orðaður við enska landsliðið á undanförnum vikum, en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning við Ipswich. Hann var áður í þjálfarateymi Man Utd þar sem hann lærði af Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Hann er gríðarlega spennandi stjóri en hann hefur aldrei verið á stærra sviði en núna og verður spennandi að sjá hvernig honum farnast á því.

Leikmannaglugginn: Ipswich hefur látið vel sín taka á leikmannamarkaðnum og er það klárlega stærst til þessa að félagið hafi keypt Omari Hutchinson frá Chelsea en hann var lykilmaður í því að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Komnir:
Omari Hutchinson frá Chelsea - 22 milljónir punda
Liam Delap frá Man City - 15 milljónir punda
Jacob Greaves frá Hull City - 15 milljónir punda
Arijanet Muric frá Burnley - 10 milljónir punda
Ben Johnson frá West Ham - Á frjálsri sölu

Farnir:
Vaclav Hladky til Burnley - Á frjálsri sölu
Gassan Ahadme til Charlton - Óuppgefið kaupverð
Kayden Jackson til Derby - Á frjálsri sölu



Lykilmenn:
Sam Morsy - Helsti lykilmaður Ipswich er fyrirliðinn sjálfur inn á miðsvæðinu. Hann er fyrsti maður á blað hjá McKenna og er hjartað í liðinu. Missti bara af leikjum á síðasta tímabili þar sem hann var í leikbanni.

Omari Hutchinson - Kom á láni frá Chelsea á síðasta tímabili og varð gríðarlega sterkt vopn á vængnum. Það er ástæða fyrir því að Ipswich borgaði stóru seðlana til að kaupa hann yfir í sumar. Mun fá stórt hlutverk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Leif Davis - Fékk ekki mikið tækifæri hjá Leeds en þessi öflugi vinstri bakvörður hefur algjörlega sprungið út hjá Ipswich. Lagði upp mörk í tugatölu á síðustu leiktíð og var stórkostlegur, þá sérstaklega sóknarlega.

„Á hverju einasta ári hef ég grátið yfir ást minni á þessu félagi"

Grínistinn Gunnar Sigurðarson er gríðarlegur stuðningsmaður Ipswich Town. Við báðum hann um að segja okkur meira frá liðinu sem verður fróðlegt að fylgjast með í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem framundan er.

Ég byrjaði að halda með Ipswich af því að... Það kom hreinlega ekkert annað til greina.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Á hverju einasta ári hef ég grátið yfir ást minni á þessu félagi. En tárin voru sæt á bragðið þann 4. maí síðastliðinn þegar liðið skeindi Huddersfield og tryggði sig upp í úrvalsdeild.

Uppáhalds leikmaður allra tíma er... John Wark er flaggskipið. Lék með tæpa 700 leiki með félaginu, þann síðasta þegar hann var 39 ára, skoraði 179 mörk fyrir félagið, sem er fáránlegt þar sem hann var ekki striker.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? hahahahahaha.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Set alltaf pening á að Ipswich vinni og Norwich tapi.

Hvern má ekki vanta í liðið? Ég vil helst alltaf hafa egypska kyntröllið Sam Morsy, fyrirliða vor og leiðtoga inn á vellinum.

Hver er veikasti hlekkurinn? Það er ekkert sem er veikt.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Mjög gott að setja bakvörðinn Leif Davis í sjónaukann og kíkja stundum á miðjumanninn knáa Omari Hutchinson.

Við þurfum að kaupa... Ferð á Portman Road, ASAP.

Hvað finnst þér um stjórann? Klárlega langbesti stjórinn í enska boltanum í dag.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Komiði með ykkur, segi ég, komiði með ykkur.

Hvar endar liðið? Gott Evrópusæti og bikarmeistarar.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. ?
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner