Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. september 2020 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir hafði betur gegn Létti í tíu marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Léttir 3 - 7 Ýmir
0-1 Davíð Birkir Sigurjónsson ('9)
0-2 Hörður Máni Ásmundsson ('12)
0-3 Valdimar Ármann Sigurðsson ('16)
1-3 Stefán Karl Snorrason ('22)
1-4 Sigurður Karl Gunnarsson ('28)
1-5 Þorsteinn Hjálmsson ('36)
2-5 Aron Ingi Sveinsson ('61, víti)
2-6 Brynjólfur Bjarnason ('69)
3-6 Daníel Sæberg Hrólfsson ('82)
3-7 Davíð Birkir Sigurjónsson ('83)

Ýmir hafði betur gegn Létti þegar liðin áttust við í A-riðli 4. deildar karla í gærkvöldi.

Þetta var fjörugur leikur og voru tíu mörk skoruð í honum, en sigurinn var í rauninni aldrei í hættu hjá Ými. Lokatölur voru 7-3 fyrir gestina úr Kópavogi.

Liðin voru bæði að leika sinn síðasta leik í sumar. Ýmir endar með 28 stig í þriðja sæti og Léttir með 25 stig í fjórða sæti. GG getur reyndar náð Létti á markatölu.

KFS og ÍH eru komin í úrslitakeppnina.

Önnur úrslit frá því í gær:
4 deild: KB lagði Smára - Kría taplaust í gegnum riðilinn
Athugasemdir
banner
banner