lau 12. október 2019 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keane um tap Englands: Rose var átakanlegur
Mynd: Getty Images
England tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir annað hvort EM eða HM síðan árið 2009. Liðið hafði unnið 34 leiki og gert níu jafntefli í röð fyrir leikinn í gær. England tapaði, 2-1, fyrir Tékklandi í Prag í gærkvöldi.

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var sérfræðingur í setti hjá ITV í gær og sagði enska liðið geta kennt sjálfu sér um.

„Mér fannst ég sjá pirring í leikmönnum. Leikmenn fengu það sem þeir áttu skilið. Liðið byrjaði hægt (þrátt fyrir að komast yfir snemma) og náði sér aldrei almennilega."

„Engin ákefð og það vantaði baráttu á löngum tímum. Sigurmarkið var verðskuldað og mér finnst liðið einungis geta kennt sjálfu sér um."


Roy Keane tók sérstaklega frammistöðu Danny Rose fyrir.

„Það þarf að hrista vel upp í Danny Rose. Hann var átakanlegur, hræðilegur. Hann verður eins eftir þrjú og fjögur ár ef ekkert verður gert. Sumir leikmenn læra ekki af mistökum og í þessum gæðaflokki er þér refsað fyrir slíkt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner