Skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír

„Mér fannst spilamennska liðsins mjög góð. Við byrjuðum af miklum krafti fannst mér og það sem við lögðum upp með bæði sóknar- og varnarlega gekk að mörgu leyti upp."
„Við töluðum um það fyrir leik að við værum með gott lið, settum þetta upp sem jafnan leik og við ætluðum að koma hérna til að taka stigin. Mér fannst við sýna þannig frammistöðu í dag að við gátum alveg tekið stigin eins og þeir. Við eigum ekki að sætta okkur við það að tapa en leikurinn sjálfur vel útfærður og spilaður hjá strákunum," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal.
„Við töluðum um það fyrir leik að við værum með gott lið, settum þetta upp sem jafnan leik og við ætluðum að koma hérna til að taka stigin. Mér fannst við sýna þannig frammistöðu í dag að við gátum alveg tekið stigin eins og þeir. Við eigum ekki að sætta okkur við það að tapa en leikurinn sjálfur vel útfærður og spilaður hjá strákunum," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal.
Lestu um leikinn: Ísland U21 0 - 1 Portúgal U21
„Við spiluðum varnarleik til að komast í færi og þegar við værum með boltann vildum við komast í færi. Færin komu, stundum skoraru og stundum skoraru ekki. Við skoruðum ekki í dag en frammistaðan góð."
Valgeir Lunddal skoraði í uppbótartíma en dómari leiksins dæmdi markið af. Hvað hefur Davíð að segja um það?
„Mín tilfinning er að sjálfsögðu inn með boltann. Þetta er 50:50 návígi og Valgeir er stór og sterkur strákur í svaka standi. Hann hoppar hærra en markmaðurinn sýnist mér og klárar þetta, áfram með leikinn og 1-1. Auðvelt fyrir dómarann að dæma en við skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír, við fengum líka önnur færi til að skora."
Davíð var spurður hvað þessi frammistaða gæfi liðinu. „Þetta sýnir að við erum með gott lið, Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag. Þetta gefur okkur aðeins meiri staðfestingu á því sem okkur finnst og strákarnir eiga að trúa því allan daginn að þeir geta gert það sem þeir vilja," sagði Davíð.
Hann var að lokum spurður út í Valgeir Lunddal og Kristal Mána og má sjá svörin í spilaranum að ofan.
Athugasemdir