Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   þri 12. október 2021 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag"
Skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír
Icelandair
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Davíð er ekki að tala um sjálfan sig þó hann sé öflugur í að halda á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst spilamennska liðsins mjög góð. Við byrjuðum af miklum krafti fannst mér og það sem við lögðum upp með bæði sóknar- og varnarlega gekk að mörgu leyti upp."

„Við töluðum um það fyrir leik að við værum með gott lið, settum þetta upp sem jafnan leik og við ætluðum að koma hérna til að taka stigin. Mér fannst við sýna þannig frammistöðu í dag að við gátum alveg tekið stigin eins og þeir. Við eigum ekki að sætta okkur við það að tapa en leikurinn sjálfur vel útfærður og spilaður hjá strákunum,"
sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

„Við spiluðum varnarleik til að komast í færi og þegar við værum með boltann vildum við komast í færi. Færin komu, stundum skoraru og stundum skoraru ekki. Við skoruðum ekki í dag en frammistaðan góð."

Valgeir Lunddal skoraði í uppbótartíma en dómari leiksins dæmdi markið af. Hvað hefur Davíð að segja um það?

„Mín tilfinning er að sjálfsögðu inn með boltann. Þetta er 50:50 návígi og Valgeir er stór og sterkur strákur í svaka standi. Hann hoppar hærra en markmaðurinn sýnist mér og klárar þetta, áfram með leikinn og 1-1. Auðvelt fyrir dómarann að dæma en við skulum ekki detta í neinn fórnarlambagír, við fengum líka önnur færi til að skora."

Davíð var spurður hvað þessi frammistaða gæfi liðinu. „Þetta sýnir að við erum með gott lið, Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag. Þetta gefur okkur aðeins meiri staðfestingu á því sem okkur finnst og strákarnir eiga að trúa því allan daginn að þeir geta gert það sem þeir vilja," sagði Davíð.

Hann var að lokum spurður út í Valgeir Lunddal og Kristal Mána og má sjá svörin í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner