Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luka Modric hlýtur Gullfótinn í ár
Mynd: Getty Images
Luka Modric fær 17. Gullfótinn afhentan við hátíðlega athöfn í Mónakó í kvöld, samkvæmt Marca.

Gullfóturinn er veittur besta leikmanni heims sem er 29 ára gamall eða eldri og eru Samuel Eto'o, Francesco Totti, Ryan Giggs og Ronaldinho meðal fyrrum verðlaunahafa.

Modric er 34 ára gamall og leikur enn hlutverk á miðju Real Madrid og króatíska landsliðsins.

Hann leiddi Króatíu til silfurverðlauna á HM 2018 í Frakklandi og vann Meistaradeildina þrisvar í röð með Real Madrid.

Modric hlaut Gullknöttinn í fyrra og var valinn besti leikmaður ársins. Hann hefur verið valinn í heimsliðið fimm ár í röð og er auk þess búinn að vinna til ógrynni einstaklingsverðlauna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner