Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fim 12. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tarkowski vill taka stjórn á eigin ferli - Neitar samningi
James Tarkowski hefur neitað nýjum samningi frá Burnley. Þetta kemur fram á breska miðlinum Telegraph.

Tarkowski er miðvörður hjá félaginu og hefur gegnt lykilhlutverki um árabil og vakið athygli stærri félaga með frammistöðu sinni. Tarkowski verður 28 ára seinna í mánuðinum.

Hann hefur leikið tvo landsleiki til þessa og voru bæði Leicester og West Ham áhugasöm um að kaupa hann í haust en Burnley neitaði ríflega 30 milljón punda tilboðum. Núgildandi samningur Tarkowski rennur út sumarið 2022.

Tarkowski sagði við Telegraph að fjárhagurinn skipti auðvitað máli en hann segir að hann hugsi aðallega um fótboltahliðina.

„Þegar styttist í núgildandi samningi fæ ég aukna stjórn á mínum ferli eftir að Burnley hefur stjórnað honum að undanförnu þar sem ég skrifaði undir fjögurra og hálfs árs langan samning."

Tarkowski segir þá að eins og staðan sé núna séu engar líkur á að hann framlengi en hlutir geta breyst.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner