Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú á morgun og svo Úkraínu í Póllandi á sunnudag í síðustu leikjum riðilsins í undankeppni HM. Að þeim leikjum loknum verður staðan vonandi sú að strákarnir okkar verði komnir með miða í umspilið í mars.
Markmið gluggans er afskaplega augljóst: Tryggja okkur sæti í umspili um að keppa á HM 2026. Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Möguleikarnir eru svo sannarlega nokkuð fínir. Áður en við hugsum of langt er þó best að byrja á því að einbeita okkur að leiknum gegn Aserum og vinna sigur þar.
Veðbankar telja Ísland mun sigurstranglegra; Epicbet er með stuðulinn 6,26 á sigur heimamanna en 1,56 á íslenskan sigur. Jafntefli er svo með stuðulinn 4,20.
Í skoðanakönnun á forsíðu skiptast lesendur Fótbolta.net nánast í tvennt þegar spurt er hvort Ísland muni komast í umspilið. Það má því segja að helmingur þjóðarinnar hafi trú á því að Ísland komist þangað.

Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir



