Heimir Hallgrímsson stýrði í dag sinni fyrstu æfingu hjá Al Arabi í Katar en hann var ráðinn þjálfari liðsins í fyrradag.
Allir leikmenn Al Arabi voru mættir á æfinguna nema Ahmed Fathi sem er farinn í æfingabúðir með landsliði Katar fyrir Asíuleikana í janúar.
Allir leikmenn Al Arabi voru mættir á æfinguna nema Ahmed Fathi sem er farinn í æfingabúðir með landsliði Katar fyrir Asíuleikana í janúar.
Hlé er á deildinni í Katar fram í febrúar vegna Asíuleikanna en Al Arabi á leik í bikarkeppninni föstudaginn 21. desember. Það verður fyrsti leikur Heimis við stjórnvölinn.
Bjarki Már Ólafsson var ráðinn aðstoðarþjálfari Heimis og hann var einnig á æfingunni í dag líkt og hinn spænski Jordi Condom sem er líka aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi.
Hér má sjá myndir sem Al Arabi birti frá æfingunni í dag.
هالجريمسون يقود تدريبات #العربيhttps://t.co/qfg6fKDtfD 👉🏻 pic.twitter.com/Y6pH2yQgpt
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 12, 2018
Athugasemdir