Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er byrjunarlið Chelsea í Kasakstan
Pedro Neto.
Pedro Neto.
Mynd: Getty Images
Núna klukkan 15:30 hefst leikur Astana og Chelsea í Sambandsdeildinni en leikurinn fer fram í Kasakstan.

Chelsea fór í átta tíma flug til Almaty í Kasakstan, þar sem leikurinn er spilaður vegna framkvæmda á vellinum í Astana.

Helstu lykilmenn Chelsea fá hvíld í dag og fá margir nokkrir ungir leikmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Cole Palmer, stærsta stjarna Chelsea, er ekki skráður í Evrópuhóp liðsins en Lundúnafélagið hefur farið nokkuð auðveldlega í gegnum Sambandsdeildina hingað til.

Byrjunarlið Chelsea gegn Astana: Jorgensen; Acheampong, Disasi, Tosin, Renato Veiga; Rak-Sakyi, Dewsbury-Hall; George, Chukwuemeka, Pedro Neto; Marc Guiu.
Athugasemdir
banner
banner