Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 11. desember 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Ekki eðlilegt“ ferðalag Chelsea til Kasakstan
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir það ekki eðlilegt að sínir leikmenn þurfi að ferðast í samtals sextán tíma, fram og til baka, frá Kasakstan til að mæta Astana í Sambandsdeildinni á morgun og leika svo við Brentford á sunnudaginn.

Chelsea fer í átta tíma flug til Almaty í Kasakstan, þar sem leikurinn verður spilaður vegna framkvæmda á vellinum í Astana. Liðið lendir í London á föstudagsmorgun og byrjar undirbúning fyrir leik gegn Brentford sem fram fer á sunnudagskvöld.

„Það er ekki eðlilegt að þurfa að ferðast í átta tíma en við verðum að spila þarna. Við þurfum að gera okkar besta en hugsa samt um næsta leik," segir Maresca en Chelsea er á toppi Sambandsdeildarinnar og í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Flugtíminn er sérstaklega langur svo flugvélin fljúgi ekki yfir átakasvæði í Úkraínu, Rússlandi og Sýrlandi. Þá er spáð því að það verði nístingskuldi meðan á leik stendur.

Noni Madueke er meðal þeirra sem verða hvíldir í leiknum og Cole Palmer er ekki skráður í Evrópuhópinn. Það verða margir ungir leikmenn sem ferðast í leikinn.

Enska úrvalsdeildin gaf Chelsea leyfi á að spila seint á sunnudaginn vegna ferðalagsins og leikurinn gegn Brentford mun hefjast klukkan 19.
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 6 6 0 0 26 5 +21 18
2 Guimaraes 6 4 2 0 13 6 +7 14
3 Fiorentina 6 4 1 1 18 7 +11 13
4 Rapid 6 4 1 1 11 5 +6 13
5 Djurgarden 6 4 1 1 11 7 +4 13
6 Lugano 6 4 1 1 11 7 +4 13
7 Legia 6 4 0 2 13 5 +8 12
8 Cercle Brugge 6 3 2 1 14 7 +7 11
9 Jagiellonia 6 3 2 1 10 5 +5 11
10 Shamrock 6 3 2 1 12 9 +3 11
11 APOEL 6 3 2 1 8 5 +3 11
12 Pafos FC 6 3 1 2 11 7 +4 10
13 Panathinaikos 6 3 1 2 10 7 +3 10
14 Olimpija 6 3 1 2 7 6 +1 10
15 Betis 6 3 1 2 6 5 +1 10
16 Heidenheim 6 3 1 2 7 7 0 10
17 Gent 6 3 0 3 8 8 0 9
18 FCK 6 2 2 2 8 9 -1 8
19 Vikingur R. 6 2 2 2 7 8 -1 8
20 Borac BL 6 2 2 2 4 7 -3 8
21 Celje 6 2 1 3 13 13 0 7
22 Omonia 6 2 1 3 7 7 0 7
23 Molde 6 2 1 3 10 11 -1 7
24 Backa Topola 6 2 1 3 10 13 -3 7
25 Hearts 6 2 1 3 6 9 -3 7
26 Boleslav 6 2 0 4 7 10 -3 6
27 Istanbul Basaksehir 6 1 3 2 9 12 -3 6
28 Astana 6 1 2 3 4 8 -4 5
29 St. Gallen 6 1 2 3 10 18 -8 5
30 HJK Helsinki 6 1 1 4 3 9 -6 4
31 Noah 6 1 1 4 6 16 -10 4
32 TNS 6 1 0 5 5 10 -5 3
33 Dinamo Minsk 6 1 0 5 4 13 -9 3
34 Larne FC 6 1 0 5 3 12 -9 3
35 LASK Linz 6 0 3 3 4 14 -10 3
36 Petrocub 6 0 2 4 4 13 -9 2
Athugasemdir
banner
banner
banner