Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. janúar 2021 11:12
Magnús Már Einarsson
Finnur Tómas í Norrköping (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, hefur gert fjögurra ára samning við sænska félagið IFK Norrköping.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér," sagði Finnur eftir undirskriftina í dag.

„Margir Íslendingar hafa spilað með IFK Norrköping og ég hef heyrt svo mikið gott um félagið. Ég vil bæta sem leikmaður og hjálpa liðinu að standa sig vel."

Finnur Tómas skaust fram á sjónarsviðið sumarið 2019 þegar hann varð lykilmaður í vörn KR þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Samtals hefur Finnur spilað 31 leik í Pepsi Max-deildinni undanfarin tvö ár en hann á einnig 23 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

Norrköping endaði í 6. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Ísak Bergmann Jóhannesson er á meðal leikmanna liðsins.

Félagið hefur verið með marga Íslendinga innan sinna raða undanfarin ár en Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson slógu meðal annars báðir í gegn hjá félaginu.

Athugasemdir
banner
banner