Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   fim 13. janúar 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Howe: Mikilvægt að fá Wood á þessum tímapunkti
Í morgun tilkynnti Newcastle um kaup á sóknarmanninum Chris Wood frá Burnley.

Newcastle og Burnley eru bæði í fallsæti og má segja að Newcastle slái tvær flugur í einu höggi með þessum kaupum, styrki sig og veiki keppinautana.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, lagði mikla áherslu á að fá inn sóknarmann í janúarglugganum. Meðal annars vegna meiðsla Callum Wilson.

„Chris er mikilvæg kaup á mikilvægum tímapunkti. Ég er afskaplega ánægður með snögg viðbrögð okkar og að hann sé mættur," segir Howe.

Wood hefur skorað þrjú mörk í sautján deildarleikjum á tímabilinu. Hann verður klár í slaginn með Newcastle í fallbaráttuslag gegn Watford á laugardag.

„Hann er hættulegur sóknarmaður, líkamlega sterkur og er karakter sem ég er mjög hrifinn af. Hann er með mikla reynslu í úrvalsdeildinni. Hann smellpassar hjá okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner