Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 12. febrúar 2025 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Havertz frá út tímabilið
Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal, mun líklega ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingaferð með liðinu í Dúbaí.

Havertz sleit vöðva aftan í læri og gæti þurft að fara í aðgerð vegna þess.

Arsenal er í miklum meiðslavandræðum framarlega á vellinum en Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli eru einnig á meiðslalistanum.

Það hefur verið gagnrýnt að Arsenal hafi ekki sótt framherja í janúarglugganum.

Havertz hefur skorað 15 mörk og lagt upp fimm í 34 leikjum á þessu keppnistímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner