Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal, mun líklega ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingaferð með liðinu í Dúbaí.
Havertz sleit vöðva aftan í læri og gæti þurft að fara í aðgerð vegna þess.
Havertz sleit vöðva aftan í læri og gæti þurft að fara í aðgerð vegna þess.
Arsenal er í miklum meiðslavandræðum framarlega á vellinum en Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli eru einnig á meiðslalistanum.
Það hefur verið gagnrýnt að Arsenal hafi ekki sótt framherja í janúarglugganum.
Havertz hefur skorað 15 mörk og lagt upp fimm í 34 leikjum á þessu keppnistímabili.
Athugasemdir