Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. maí 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 3. umferðar - Tvær sem eru öðru sinni
Ásta Eir er í liðinu.
Ásta Eir er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brenna Lovera kemst í liðið í annað sinn.
Brenna Lovera kemst í liðið í annað sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV á tvo fulltrúa í liðinu.
ÍBV á tvo fulltrúa í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Í úrvalsliði þriðju umferðar á Breiðablik flesta fulltrúa eftir sannfærandi sigur gegn Stjörnunni.

Ásta Eir Árnadóttir var mjög öflug í leiknum og kemst í liðið ásamt markverðinum Telmu Ívarsdóttur og sóknarmanninum Melinu Ayers sem gerði tvö mörk. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, er þjálfari úrvalsliðsins eftir að hafa stýrt sínu liði til 3-0 sigurs í nágrannaslag.Valur komst aftur á sigubraut og var í leiðinni fyrsta liðið til að leggja Keflavík að velli í sumar. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var valin maður leiksins og komast Elín Metta Jensen og Elísa Viðarsdóttir einnig í lið umferðarinnar.

Selfoss er á toppi deildarinnar með sjö stig, en Selfyssingar gerðu jafntefli við Þrótt í þessari umferð. Þar var Brenna Lovera besti maður vallarins og er hún í úrvalsliðinu í annað sinn.

Arna Eiríksdóttir, sem er í láni hjá Þór/KA frá Val, átti stórleik í sigri á Aftureldingu og þar var Hulda Ósk Jónsdóttir einnig öflug.

Þá komast Kristín Erna Sigurlásdóttir og Viktorija Zaicikova, leikmenn ÍBV, í liðið eftir flotta frammistöðu í sigri á KR á útivelli.

Þess má geta að fjórða umferð deildarinnar hefst í kvöld.

föstudagur 13. maí

Besta-deild kvenna
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Keflavík-Afturelding (HS Orku völlurinn)
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)

laugardagur 14. maí

Besta-deild kvenna
14:00 Þór/KA-Selfoss (SaltPay-völlurinn)
16:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner