Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 07. maí 2022 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 2. umferðar - Harpa getur verið mjög fúl
Harpa átti stórkostlegan leik gegn Val en kemst ekki í lið umferðarinnar.
Harpa átti stórkostlegan leik gegn Val en kemst ekki í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiffany átti flottan leik gegn Val.
Tiffany átti flottan leik gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alma fór á kostum gegn KR. Hér fagnar hún marki.
Alma fór á kostum gegn KR. Hér fagnar hún marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðastliðið þriðjudagskvöld var það nánast bókað að Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þórs/KA, yrði í liði umferðarinnar í Bestu deild kvenna. Hún yrði jafnvel leikmaður umferðarinnar eftir stórkostlega frammistöðu gegn Val.

En daginn eftir kom Samantha Leshnak, markvörður Keflavíkur, og átti enn betri frammistöðu. Samantha er því í liði umferðarinnar, en því miður er bara hægt að hafa einn markvörð. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að tveir bestu leikmenn 2. umferðar hafi verið markverðir.Þór/KA og Keflavík unnu magnaða sigra í þessari umferð og eiga flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni, ásamt Stjörnunni sem burstaði KR-inga.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir var öflug í varnarlínu Þórs/KA í 2-1 sigrinum á Val og átti Tiffany McCarty flottan leik í fremstu víglínu. Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan, þjálfarar Þórs/KA, eru þjálfarar umferðarinnar.

Samantha Leshnak, markvörður Keflavíkur, átti magnaðan leik í 1-0 sigrinum á Breiðablik og fyrir framan hana voru Kristrún Ýr Hólm og Ana Paula Santos Silva öflugar. Ana er sú eina sem er í liðinu í annað sinn.

Alma Mathiesen var best í stórsigri Stjörnunnar á KR og sýndu Arna Dís Arnþórsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir einnig flotta takta þar.

Danielle Marcano var best á vellinum er Þróttur vann Aftureldingu, en Ísafold Þórhallsdóttir var ljósasti punkturinn hjá Mosfellingum og skoraði tvennu.

Þá er landsliðskonan Sif Atladóttir í liðinu vegna frammistöðu sinnar í sigri Selfoss gegn ÍBV. Sif var best á vellinum í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner