Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 07. maí 2022 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 2. umferðar - Harpa getur verið mjög fúl
Harpa átti stórkostlegan leik gegn Val en kemst ekki í lið umferðarinnar.
Harpa átti stórkostlegan leik gegn Val en kemst ekki í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiffany átti flottan leik gegn Val.
Tiffany átti flottan leik gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alma fór á kostum gegn KR. Hér fagnar hún marki.
Alma fór á kostum gegn KR. Hér fagnar hún marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðastliðið þriðjudagskvöld var það nánast bókað að Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þórs/KA, yrði í liði umferðarinnar í Bestu deild kvenna. Hún yrði jafnvel leikmaður umferðarinnar eftir stórkostlega frammistöðu gegn Val.

En daginn eftir kom Samantha Leshnak, markvörður Keflavíkur, og átti enn betri frammistöðu. Samantha er því í liði umferðarinnar, en því miður er bara hægt að hafa einn markvörð. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að tveir bestu leikmenn 2. umferðar hafi verið markverðir.



Þór/KA og Keflavík unnu magnaða sigra í þessari umferð og eiga flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni, ásamt Stjörnunni sem burstaði KR-inga.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir var öflug í varnarlínu Þórs/KA í 2-1 sigrinum á Val og átti Tiffany McCarty flottan leik í fremstu víglínu. Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan, þjálfarar Þórs/KA, eru þjálfarar umferðarinnar.

Samantha Leshnak, markvörður Keflavíkur, átti magnaðan leik í 1-0 sigrinum á Breiðablik og fyrir framan hana voru Kristrún Ýr Hólm og Ana Paula Santos Silva öflugar. Ana er sú eina sem er í liðinu í annað sinn.

Alma Mathiesen var best í stórsigri Stjörnunnar á KR og sýndu Arna Dís Arnþórsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir einnig flotta takta þar.

Danielle Marcano var best á vellinum er Þróttur vann Aftureldingu, en Ísafold Þórhallsdóttir var ljósasti punkturinn hjá Mosfellingum og skoraði tvennu.

Þá er landsliðskonan Sif Atladóttir í liðinu vegna frammistöðu sinnar í sigri Selfoss gegn ÍBV. Sif var best á vellinum í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner