Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. apríl 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 1. umferðar - Markvörðurinn í tapliði
Mist Edvardsdóttir fagnar marki.
Mist Edvardsdóttir fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir faðmar Brennu Lovera, sem er í liði umferðarinnar.
Sif Atladóttir faðmar Brennu Lovera, sem er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar eiga flesta fulltrúa í liði 1. umferðar í Bestu deild kvenna eftir stórgóðan sigur liðsins gegn KR á útivelli.

Ana Paula Santos Silva gerði þrennu og er auðvitað í liðinu. Aníta Lind Daníelsdóttir og Dröfn Einarsdóttir komast einnig í liðið eftir að hafa sýnt flotta frammistöðu á Meistaravöllum.

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, er þjálfari umferðarinnar.



Stillt er upp í 3-4-3 og eru báðir miðverðir Vals, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, í liðinu. Þær skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Þrótti Reykjavík og voru stórgóðar á báðum endum vallarins.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, talaði um það eftir leikinn að Íris Dögg Gunnarsdóttir ætti að gera tilkall í landsliðshópinn fyrir EM í sumr. Þessi reynslumikli markvörður kom í veg fyrir að sigur Vals væri stærri.

Natasha Moraa Anasi þreytti frumraun sína með Breiðabliki í keppnisleik og hún var mjög góð í þægilegum sigri gegn Þór/KA. Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilaði einnig gífurlega vel á þeim tíma sem hún var inn á vellinum, en hún spilaði framar en hún hefur gert síðustu ár og leysti það vel. Það er vonandi að meiðsli hennar haldi henni ekki frá keppni lengi.

Brenna Lovera var mögnuð með Selfossi í fyrra og hún heldur áfram uppteknum hætti núna þegar nýtt tímabil er að byrja. Hún var stórkostleg í sigri Selfyssinga gegn nýliðum Aftureldingu. Bergrós Ásgeirsdóttir var einnig mjög góð fyrir Selfoss í þeim leik, eins og reyndar margar aðrar.

Kristín Erna Sigurlásdóttir fær svo sæti í liðinu þar sem hún var besti maður vallarins í jafntefli ÍBV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum.

Næst umferð hefst næstkomandi þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner