Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 13. maí 2022 08:50
Fótbolti.net
Sterkasta lið 5. umferðar - Nökkvi í þriðja sinn í liðinu
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Enginn leikur í 5. umferð endaði með jafntefli.

KR vann 2-1 útisigur gegn ÍBV í fyrsta leik umferðarinnar. Kennie Chopart reyndist hetja KR og skoraði sigurmarkið en auk hans er Atli Sigurjónsson í úrvalsliðinu.



Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Jason Daði Svanþórsson var meðal markaskorara og var valinn maður leiksins í 3-2 sigri gegn Stjörnunni. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika er einnig í úrvalsliðinu.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmark KA í 1-0 sigri gegn FH á Dalvík, úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Nökkvi fer frábærlega af stað á tímabilinu, hefur skorað fjögur mörk og er í þriðja sinn í úrvalsliðinu. Bryan Van Den Bogaert kemst einnig í úrvalsliðið að þessu sinni.

Erlingur Agnarsson skoraði tvívegis fyrir Víking sem vann 4-1 sigur gegn Fram og Valur átti ekki í neinum vandræðum með ÍA og vann 4-0 sigur. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk og annar Skagamaður, Arnór Smárason, var með tvær stoðsendingar fyrir Val.

Þá var Keflavík í ham gegn Leikni og vann 3-0 sigur. Fyrsti sigur Keflavíkur en Breiðhyltingar eru án sigurs. Færeyingurinn Patrik Johannesen var meðal markaskorara og var valinn maður leiksins. Sindri Kristinn Ólafsson hélt hreinu í markinu og er í úrvalsliðinu og þá er Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari umferðarinnar.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner