Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Valsmenn eru enn ósigraðir í Bestu deild karla en þeir unnu 4-0 sigur gegn ÍA í vikunni. Eftir heldur dapran fyrri hálfleik settu Valsmenn í fluggír í þeim seinni og sáu Skagamenn aldrei til sólar.
Uppaldir Skagamenn voru í banastuði fyrir Val, Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk og Arnór Smárason átti tvær stoðsendingar.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 5. umferðar
Uppaldir Skagamenn voru í banastuði fyrir Val, Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk og Arnór Smárason átti tvær stoðsendingar.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 5. umferðar
„Reyndist sveitungum sínum erfiður og skoraði tvö góð mörk. Var ógnandi úti vinstra megin í Valsliði sem átti sennilega sínar bestu 45 mínútur í dag," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem valdi Tryggva mann leiksins. Hann er leikmaður 5. umferðar.
Tryggvi hefur byrjað alla fimm leiki Vals á tímabilinu en mörkin tvö gegn Skagamönnum voru hans fyrstu á tímabilinu. Hann hefur þegar jafnað markafjölda sinn frá síðasta tímabili þar sem hann skoraði tvö mörk.
Augljóst að ég þarf að sanna mig hjá Val
ÍA gerði einmitt tilboð í Tryggva í vetur en því var hafnað.
„Ég sé þetta bara sem sögusagnir, ég hef engan áhuga, eins og staðan er núna allavega, á því að fara og það hefur ekkert verið rætt. Ég hef ekki talað um það við neinn svo ég lít bara á þetta sem sögusagnir," sagði Tryggvi í viðtali í janúar.
Þú varst mikið frá í fyrra, finnst þér þú þurfa að sýna hvað raunverulega í þér býr?
„Já, alveg 100%. Tímabilið í fyrra var þvílík vonbrigði. Ég missti af meirihlutanum í byrjun og síðan kem ég inn og það gengur illa. Það er alveg augljóst að ég þarf að sanna mig hjá Val. Það er markmiðið að koma mér sjálfum í toppstand og sýna á þessu tímabili hvað maður hefur fram að færa fyrst það gekk ekki eins og maður óskaði sér í fyrra."
Leikmenn umferðarinnar:
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir