Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 10:00
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar - HK með fjóra eftir endurkomusigur
Lengjudeildin
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Rafn Þórisson Kórdrengur.
Þórir Rafn Þórisson Kórdrengur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var stórleikur í 6. umferð Lengjudeildarinnar þegar Selfoss gerði 2-2 jafntefli við Fylki. Selfyssingar eru enn ósigraðir á toppnum en Árbæingar skoruðu jöfnunarmark í blálokin.

Varnarmaðurinn Chris Jastrzembski var valinn maður leiksins hjá Selfyssingum og Ólafur Kristófer Helgason var öflugur í marki Fylkis. Báðir eru þeir í liði umferðarinnar.


Ómar Ingi Guðmundsson, bráðabirgðaþjálfari HK, er þjálfari umferðarinnar en HK vann 3-1 endurkomusigur gegn Þór í Kórnum. HK á þrjá leikmenn í liði umferðarinnar. Fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í vörninni og þá eru Arnþór Ari Atlason og Stefán Ingi Sigurðarson einnig í liðinu en Stefán skoraði eitt af mörkum HK.

Kairo Edwards-John var valinn maður leiksins þegar Grindavík og Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli.

KV náði í sín fyrstu stig þegar liðið skoraði sigurmarkið í blálokin gegn Aftureldingu, 2-1 urðu lokatölur. Björn Axel Guðjónsson skoraði bæði mörk KV og er í úrvalsliðinu eins og Samúel Már Kristinsson og Oddur Ingi Bjarnason.

Þá gerðu Vestri og Kórdrengir 2-2 jafntefli og eitt sinn fulltrúa hvort lið í úrvalsliðinu. Vladimir Tufegdzic frá Vestra og Þórir Rafn Þórisson frá Kórdrengjum.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner