Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 13. júlí 2022 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Valur til Sirius (Staðfest)
Óli Valur í leik með U21 landsliðinu.
Óli Valur í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson er orðinn leikmaður IK Sirius í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag en Fótbolti.net sagði frá því í gær að hann væri að gerast leikmaður félagsins.

Sirius kaupir Óla Val frá Stjörnunni og skrifar hann undir samning til 2027 við sænska úrvalsdeildarfélagið. Hann tekur sína fyrstu æfingu hjá nýja félagi sínu í dag.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er búinn að vera frábær með Stjörnunni á tímabilinu og frammistaða hans varð til þess að hann var valinn í U21 landsliðið. Þar var hann stórkostlegur í þremur leikjum í undankeppni EM.

Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius og hefur spilað hægra megin, bæði sem vængmaður og bakvörður, en sænska liðið situr í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir þrettán leiki. Aron lék í hægri vængbakverði í síðasta leik og lagði upp eina mark liðsins í jafntefli gegn Kalmar.
Athugasemdir
banner
banner
banner