Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 12. júlí 2022 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Óli Valur verður leikmaður Sirius
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar og U21 landsliðsins, er að ganga í raðir sænska félagsins Sirius. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er allt klappað og klárt í kringum skiptin og á einungis eftir að kynna Óla Val sem nýjan leikmann Sirius.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er búinn að vera frábær með Stjörnunni á tímabilinu og frammistaða hans varð til þess að hann var valinn í U21 landsliðið. Þar var hann stórkostlegur í þremur leikjum í undankeppni EM.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óli Valur farinn til Svíþjóðar og búinn að skrifa undir samning við Sirius. Á dögunum var greint frá tilboði Sirius í Óla Val og í kjölfarið hefur tilboði í leikmanninn verið tekið.

Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius og hefur spilað hægra megin, bæði sem vængmaður og bakvörður, en sænska liðið situr í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir þrettán leiki. Aron lék í hægri vængbakverði í síðasta leik og lagði upp eina mark liðsins í jafntefli gegn Kalmar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner