Pálmi Þór Jónasson stýrði Fjarðab/Hetti/Leikni gegn Fylki í Lengjudeild kvenna þar sem Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari liðsins, þurfti að sinna öðrum erindum í dag.
Pálmi ræddi við fréttamann að leik loknum í Árbænum, en hann var svekktur með að ná ekki sigrinum.
Pálmi ræddi við fréttamann að leik loknum í Árbænum, en hann var svekktur með að ná ekki sigrinum.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Fjarðab/Höttur/Leiknir
„Ég er nokkuð sáttur með okkar frammistöðu. Við fengum fullt af færum og á okkar degi hefðum við getað skorað fjögur mörk. Við fengum aðeins of mörg færi til að skora ekki einhver mörk og vinna leikinn. Mín tilfinning er sú að við áttum að klára þennan leik," segir Pálmi.
Linli Tu, sem er langmarkahæst í deildinni, var ekki alveg á sínum degi í dag. En hvernig endar svona leikmaður - sem lýst hefur verið sem vonarstjörnu Kína - á Austurlandi á Íslandi?
„Það er alveg spurning. Ég veit alveg að það höfðu margir áhuga á henni. Ætli hún hafi ekki heillast af okkar umhverfi? Kalli gerir mjög vel í að finna leikmenn og koma með þá austur. Hann á skilið mikið hrós fyrir það."
„Hún er búin að vera mjög góð, hún er komin með tólf mörk," sagði Pálmi.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir