Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 13. ágúst 2024 13:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nokkur stór félög í Bestu deildinni rætt við Chris Brazell
Chris Brazell, fyrrum þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, fyrrum þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa nokkur stór félög í Bestu deild karla hafa sett sig í samband við Chris Brazell, fyrrum þjálfara Gróttu, um aðstoðarþjálfarastöðu. Þá hefur félag í Bestu deild kvenna einnig rætt við hann.

Chris hefur áhuga á því að starfa áfram hér á landi þar sem hann á fjölskyldu hér. Óvíst er hvort að hann taki að sér aðstoðarþjálfarastarf eða bíði eftir aðalþjálfarastarfi. Hann er að skoða möguleikana sína hér á landi.

Chris var nýverið látinn fara frá Gróttu eftir að hafa tekið til starfa hjá félaginu í árslok 2019. Hann vann mikið starf fyrir félagið og átti þátt í að þróa leikmenn áfram.

Chris var yfirþjálfari yngri flokka í þrjú ár, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í eitt tímabil og var nú á sínu þriðja tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Á fyrsta tímabili hans endaði Grótta í þriðja sæti, á öðru tímabilinu í níunda sæti og núna er liðið í tólfta sæti.

Áður en Chris kom til Íslands þá starfaði hann í fjögur ár í akademíu enska úrvaldsdeildarliðsins Norwich City þar sem hann var meðal annars aðalþjálfari U14 ára liðs félagsins og vann með leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu.

Það verður áhugavert að sjá hvað þessi 32 ára gamli þjálfari gerir næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner