Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   sun 13. október 2024 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Þetta er ekki satt
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola. stjóri Manchester City á Englandi, segir ekkert ákveðið varðandi framtíð hans, en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil.

Spænski þjálfarinn var í viðtali hjá Che Tempo Che Fa og talaði þar um framtíðina og fréttir um að hann hafi þegar samþykkt að taka við enska landsliðinu.

„Þetta er ekki satt. Ég er stjóri Manchester City,“ sagði Guardiola.

Guardiola hefur unnið deildina sex sinnum hjá Man City og varð í maí fyrsta liðið til að vinna hana fjórum sinnum í röð. TItlarnir eru átján talsins, ef samfélagsskjöldurinn er tekinn með, en það er algerlega óvíst hvort hann verði áfram á næstu leiktíð.

„Ég hef ekki ákveðið neitt og því getur allt gerst. Ég veit ekki hvað mun gerast. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég þarf að hugleiða og ákveða síðan hvað ég vil gera,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner