Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 13. nóvember 2024 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vera Varis í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti í gærkvöldi að félagið hefði náð samkomulagi við Veru Varis um að hún myndi leika með liðinu á komandi tímabili. Vera er þrítugur finnskur markmaður sem kemur til Stjörnunnar frá Keflavík þar sem hún lék síðustu tvö tímabil og stóð sig vel.

Fótbolti.net sagði á dögunum frá áhuga Stjörnunnar á tveimur leikmönnum Keflavíkur og var Vera önnur þeirra.

Erin McLeod hefur varið mark Stjörnunnar síðustu tvö tímabil en hún hélt til Kanada í haust. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving lék þá fimm leiki með Stjörnunni í sumar en hún er samningsbundin félaginu út næsta tímabil. Stjarnan endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari liðsins.

Tilkynning Stjörnunnar
Samningar hafa náðst við Veru Varis að ganga til liðs við Stjörnuna, en Vera er markmaður sem kemur frá Keflavík þar sem hún hefur spilað seinustu tvö tímabil við góðan orðstír.

Við bjóðum Veru innilega velkomna í félagið og hlökkum til að sjá hana í Stjörnubúningnum á komandi tímabili!


Athugasemdir
banner
banner
banner