Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 07. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær úr Keflavík í Stjörnuna?
Markvörðurinn Vera Varis.
Markvörðurinn Vera Varis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru tveir leikmenn Keflavíkur möguleg á leið í Stjörnuna.

Það er í fyrsta lagi markvörðurinn Vera Varis sem hefur varið mark Keflavíkur síðastliðin tvö tímabil.

Erin McLeod, sem var aðalmarkvörður Stjörnunnar síðasta sumar, samdi nýverið í Kanada og því ekki útlit fyrir að hún verði með í Garðabænum næsta sumar.

Svo er það varnar- og miðjumaðurinn Kristrún Ýr Holm sem hefur verið með fyrirliðaband Keflavíkur síðustu árin. Stjarnan hefur líka áhuga á henni.

Stjarnan hafnaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna síðasta sumar á meðan Keflavík endaði í næst neðsta sæti og féll niður í Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner