Jóhann Berg Guðmundsson verður í byrjunarliði Íslands gegn Aserbaísjan og leikur þar með sinn 100. landsleik. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
Morgunblaðið vakti athygli á því að hans fyrsti landsleikur hafi einmitt verið gegn Aserbaísjan, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 2008.
„Fyrsti landsleikurinn var gegn Aserbaísjan og hvort sá hundraðasti komi gegn þeim líka verður bara að koma í ljós. Það eru örugglega ekki margir sem hafa spilað sinn fyrsta og hundraðasta gegn sömu þjóð. Við erum bara komnir hingað til að ná í þrjá punkta í fyrsta leik. Það er það sem skiptir máli. Þessi hundraðasti landsleikur kemur þegar hann kemur. Aðalmálið er að komast í umspilið og reyna að upplifa það aftur að komast á stórmót," sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net í vikunni.
Morgunblaðið vakti athygli á því að hans fyrsti landsleikur hafi einmitt verið gegn Aserbaísjan, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 2008.
„Fyrsti landsleikurinn var gegn Aserbaísjan og hvort sá hundraðasti komi gegn þeim líka verður bara að koma í ljós. Það eru örugglega ekki margir sem hafa spilað sinn fyrsta og hundraðasta gegn sömu þjóð. Við erum bara komnir hingað til að ná í þrjá punkta í fyrsta leik. Það er það sem skiptir máli. Þessi hundraðasti landsleikur kemur þegar hann kemur. Aðalmálið er að komast í umspilið og reyna að upplifa það aftur að komast á stórmót," sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net í vikunni.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 0 Ísland
Byrjunarliðið verður tilkynnt um 75 mínútum fyrir leik. Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því á X að Jói Berg yrði byrjunarliðinu og Fótbolti.net hefur sömu upplýsingar.
Einnig segir sagan að Kristian Hlynsson verði í byrjunarliðinu, Logi Tómasson hefur verið veikur og er ekki klár í að byrja svo Mikael Egill Ellertsson verður í bakverði. Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn eftir að hafa verið í leikbanni. Frá Frakkaleiknum fara því Logi, Sævar Atli Magnússon (meiddur) og Daníel Tristan Guðjohnsen úr liðinu.
Ísland þarf sigur í kvöld til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudaginn, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Jói Berg byrjar í 100. landsleiknum.#HeimavinnaHöfðingjans ???????? pic.twitter.com/ex47vt1mrf
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 13, 2025
Athugasemdir



