Íslenska landsliðið mætir Aserbaísjan á Neftci leikvangnum í Bakú í undankeppni HM eftir um hálftíma. Aserbaísjan er á botni riðilsins með eitt stig, sem kom eftir jafntefli gegn Úkraínu í Bakú.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
Liðið hefur ekki unnið keppnisleik í rúm tvö ár, en síðasti sigurinn kom gegn Svíþjóð haustið 2023. Liðið er því án sigurs í ellefu keppnisleikjum í röð.
Fernando Santos var látinn fara eftir stórsigur Íslands á Aserbaísjan á Laugardalsvelli í haust en U21 landsliðsþjálfarinn Aykhan Abbasov hefur stýrt liðinu eftir brottrekstur Santos.
Ísland þarf sigur á eftir til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi hins vegar nægja jafntefli gegn Úkraínu.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 6 | 5 | 1 | 0 | 16 - 4 | +12 | 16 |
| 2. Úkraína | 6 | 3 | 1 | 2 | 10 - 11 | -1 | 10 |
| 3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 13 - 11 | +2 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 6 | 0 | 1 | 5 | 3 - 16 | -13 | 1 |
Athugasemdir



