Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Unnur Elva áfram hjá ÍR (Staðfest)
Unnur Elva hóf ferilinn með ÍA.
Unnur Elva hóf ferilinn með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Unnur Elva Traustadóttir er búin að gera nýjan samning við knattspyrnudeild ÍR sem gildir til þriggja ára.

Unnur Elva er fædd 1998 og var valin knattspyrnukona ársins hjá ÍR í fyrra þar sem hún var markahæst með 7 mörk í 15 leikjum í 2. deild.

Unnur er fyrirliði ÍR og eru þetta frábærar fregnir fyrir alla stuðningsmenn félagsins.

„Unnur er gríðaröflugur framherji, klókur leikmaður og verulega góð að klára færi. Hún getur skorað alls konar mörk, báðir fætur öflugir, líkamlega sterk og með gott markanef," sagði Engilbert Friðfinnsson, þjálfari ÍR.

„Svo er það ekki síður mikilvægt fyrir okkur að hafa hana í okkar hópi út frá því hversu öflug hún er innan hópsins, þar er hún mikill leiðtogi enda hefur hún borið fyrirliðabandið hjá okkur nú í leikjum vetrarins. Við þjálfararnir erum mjög ánægð með það að Unnur verður í ÍR næstu árin!"
Athugasemdir
banner
banner
banner