„Hvar á maður að byrja með hann?" sagði Haukur Andri Haraldsson, leikmaður ÍA, er hann var spurður út í bróður sinn, Hákon Arnar, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Hákon Arnar hefur verið að leika afar vel með Lille í Frakklandi á tímabilinu og eru stór félög í ensku úrvalsdeildinni að fylgjast með honum.
Hákon Arnar hefur verið að leika afar vel með Lille í Frakklandi á tímabilinu og eru stór félög í ensku úrvalsdeildinni að fylgjast með honum.
„Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Ég skil ekki bara hversu langt hann er kominn og ég held að aðrir skilji það ekki heldur."
„Þegar hann var hjá FCK þá var hann besti leikmaðurinn þar og maður leiksins gegn Dortmund. Hann er að spila frábærlega núna fyrir lið sem komst í topp átta í Meistaradeildinni. Það er ótrúlegt að fylgjast með honum."
Hákon er kominn langt á sínum ferli þrátt fyrir ungan aldur og verður áhugavert að sjá hversu langt hann getur komist. Hann er mikil fyrirmynd fyrir yngri bróður sinn.
„Það er kannski fullstórt að hugsa um að ná honum. Maður verður bara að hugsa um sjálfan sig. Hann er mikil fyrirmynd varðandi vinnslu og hugarfar, mjög mikil fyrirmynd fyrir mig."
Haukur er nýkominn heim eftir að hafa verið í akademíu Lille. Hann segir að Hákon hafi hjálpað sér mikið í Frakklandi en hægt er að sjá allt viðtalið við Hauk í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir