Selfoss greindi frá því í dag að Selena Salas, sem samdi við Selfoss fyrr í vetur, mun ekki leika með liðinu í sumar.
Það er vegna þess að hún sleit krossband í leik með liði sínu Elche á Spáni á dögunum.
Selena var tilkynnt sem nýr leikmaður Selfoss fyrir þremur vikum síðan en hún lék með FHL í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Það er vegna þess að hún sleit krossband í leik með liði sínu Elche á Spáni á dögunum.
Selena var tilkynnt sem nýr leikmaður Selfoss fyrir þremur vikum síðan en hún lék með FHL í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Hún er miðjumaður sem skoraði sex mörk í átján leikjum síðasta sumar.
„Við óskum Salas góðs bata og góðs gengis í endurhæfingunni sem framundan er," segir í tilkynningu Selfoss í dag.
Athugasemdir