Selfoss hefur samið við spænska leikmanninn Selenu Salas en hún kemur frá FHL.
Selena er miðjumaður sem getur einnig leyst allar sóknarstöðurnar en hún var gríðarlega mikilvæg er FHL kom sér upp í efstu deild á síðustu leiktíð.
Hún skoraði 6 mörk í 18 leikjum í Lengjudeildinni, en hefur nú ákveðið að færa sig um set.
Selena er mætt í Selfoss og gerir eins árs samning.
„Selena er frábær viðbót við hópinn okkar. Hún hefur verið að spila á Spáni í vetur og er í toppstandi. Hún er frábær manneskja og metnaðarfullur leikmaður sem okkur hlakkar til að vinna með,” segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss.
Selfoss mun spila í 2. deild á komandi tímabili eftir að hafa fallið niður um tvær deildir tvö ár í röð.
Athugasemdir