Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frændi Alberts: Mjög augljóst að það er eitthvað í gangi þar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, fékk lítið að spila í landsliðsverkefninu sem var að klárast.

Albert kom seint inná í gærkvöld, á 89. mínútu í 2-2 jafntefli gegn Ísrael. Fyrir fyrsta leik í landsleikjaglugganum bjuggust flestir við því að sjá Albert í byrjunarliðinu en raunin varð sú að hann spilaði allan leikinn gegn San Marínó og kom tvisvar inn á sem varamaður í leikjunum fjórum.

Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Fylkis og frændi Alberts, telur að það sé eitthvað furðulegt í gangi á milli leikmannsins og þjálfarans í þessu tilfelli.

„Mér finnst mjög augljóst að það er eitthvað í gangi þar. Albert var í stóru hlutverki hjá honum í verkefnunum á undan þessu. Hann skorar tvö mörk á móti Liechtenstein. Svo er hann allt í einu í engu hlutverki," sagði Albert í hlaðvarpinu Dr Football.

„Það er eitthvað í gangi þar... það er klárt mál."

„Það er eitthvað í fari Alberts sem pirrar þjálfara, þeir eru fljótir að taka einhvern pirring út á Alberti," sagði Hjörvar Hafliðason.

Arnar Þór var spurður út í sögusagnir um rifrildi á milli hans og Alberts í gær og neitaði hann því staðfastlega.

Sjá einnig:
Spurður út í sögusagnir um rifrildi við Albert - „Þetta er bara ekki satt"


Athugasemdir
banner
banner
banner