Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 22. maí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Feneyingar mjög hrifnir af Bjarka Steini - „Átt krefjandi feril en hefur ekki gefist upp"
Icelandair
Bjarki í leik með U21 landsliðinu haustið 2022.
Bjarki í leik með U21 landsliðinu haustið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Venezia.
Í leik með Venezia.
Mynd: Getty Images
Bjarki Steinn Bjarkason er einn af tveimur leikmönnum ítalska félagsins Venezia sem er í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag. Landsliðið mætir Englandi og Hollandi í tveimur vináttuleikjum. Hinn leikmaður Venezia í landsliðshópnum er Mikael Egill Ellertsson sem hefur verið reglulega í landsliðshópnum undanfarin ár.

Bjarki á að baki tvo A-landsleiki, lék gegn Sádi Arabíu og Suður-Kóreu í nóvember 2022. Fyrr á því í ári var hann í fyrsta sinn í landsliðshópnum, var valinn fyrir leiki gegn Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni og var í hópnum gegn Ísrael.

Bjarki hefur átt gott tímabil með Venezia, hefur verið í nokkuð stóru hlutverki að undanförnu með liðinu sem er að reyna koma sér upp úr ítölsku B-deildinni. Hann hefur komið við sögu í 34 leikjum af 40 á tímabilinu og var í byrjunarliðinu gegn Palermo í umspilinu um liðna helgi. Venezia er í góðri stöðu í undanúrslitaeinvíginu, liðið vann 0-1 útisigur í fyrri leiknum gegn Palermo.

„Hann hefur verið að spila mjög vel. Ég hef fylgst náið með honum því Mikael er líka í liðinu. Hann hefur átt krefjandi feril en hefur ekki gefist upp. Hann var á láni hjá Foggia og kom aftur til Venezia. Hann hefur verið að spila á miðjunni og hefur spilað báðu megin sem vængbakvörður. Það er hægt að nota hann í mörgum stöðum," sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á fréttamannafundi í dag.

„Hann er með gott þol, getur hlaupið mikið og vinnur vel fyrir liðið. Ég hef rætt við fólk í Venezia, Fenyeingar eru mjög, mjög hrifnir af Bjarka. Hann hefur gert mjög vel fyrir liðið. Það er erfittt fyrir þá að fara ekki beint upp úr B-deildinni í A-deildina, þeir voru mjög nálægt en Como, með Fabregas, við stýrið náði að komast upp."

„Við sjáum til í leikjunum tveimur hvort við finnum góða stöðu fyrir hann í liðinu,"
sagði Hareide.

Bjarki Steinn er 24 ára og fór til Venezia frá ÍA haustið 2020. Hann var fyrst lánaður til Catanzaro frá Venezia og svo til Foggia á síðasta tímabili þar sem hann stóð sig mjög vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner