Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 19. júní 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarka hrósað í fjölmiðlum á Ítalíu
Bjarki á tvo A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Bjarki á tvo A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gianluca Di Marzio vakti athygli á grein um ítalska C-deildarliðið Foggia þar sem kantmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason er tekinn fyrir. 


Foggia komst alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í Serie B með Bjarka Stein í mikilvægu hlutverki, en hann var hjá félaginu á láni frá B-deildarliði Venezia.

Bjarki Steinn fékk ekkert að spreyta sig hjá Venezia á fyrri hluta tímabils og var því lánaður niður um deild í janúar. Honum tókst ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Foggia fyrr en hinn reynslumikli Delio Rossi, sem stýrði meðal annars Lazio, Fiorentina og Sampdoria á sínum tíma, tók við taumunum í lok mars.

Bjarki átti eftir að reynast gríðarlega mikilvægur hlekkur undir stjórn Rossi og skoraði hann 5 mörk í 11 síðustu leikjum tímabilsins.

Hann snýr aftur til Venezia eftir góðan endi á tímabili með Foggia. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Feneyinga og gæti reynt að berjast um byrjunarliðssæti í haust eða skipt um félag.

Bjarki lék fyrir meistaraflokk Aftureldingar og ÍA áður en hann var fenginn til Feneyja.


Athugasemdir
banner
banner
banner