Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   sun 14. júlí 2024 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
Búinn að húðflúra EM 24 bikarinn á sig
Mynd: Dan Thomas
Mynd: Dan Thomas
Dan Thomas er einn af stærstu stuðningsmönnum enska landsliðsins og er hann ansi sigurviss fyrir úrslitaleik Evrópumótsins gegn Spáni í kvöld.

Dan er svo sigurviss að hann er búinn að húðflúra EM bikarinn fyrir árið 2024 á sköflunginn sinn.

„Ég er nokkuð sigurviss, ég hefði ekki fengið mér þetta húðflúr ef ég væri það ekki," sagði Dan, sem er frá Swindon, þegar hann var spurður af fréttamanni út í ákvörðunina sína.

„Ég sá að tölfræðigögnin spá 2-1 sigri fyrir England og ég held mig við það."

Dan ákvað að sýna frá því á samfélagsmiðlinum TikTok þegar hann lét húðflúra sig og fylgdust 42 þúsund manns með honum, en ferlið tók tvo og hálfan klukkutíma.

„Ég er ekki hissa að England sé komið í úrslitaleikinn. Þeir eru að fara að vinna þetta mót þannig ég ákvað að fara í húðflúr áður en raðirnar byrja að myndast á mánudaginn. Ég hafði hugsað mér að gera þetta fyrir úrslitaleikinn fyrir þremur árum gegn Ítalíu en ákvað gegn því. Það var ekki réttur tími."

Fylgstu með leik Spánar og Engladns í beinni textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner