Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 14. september 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mögulega algjör gullmoli fyrir íslensku þjóðina"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er nýliði í A-landsliðinu sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppnI EM.

Ísland mætir Lettlandi á fimmtudag og Svíþjóð eftir rúma viku, en báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Gylfi Tryggvason, knattspyrnuþjálfari og fantabragðabróðir, er á því máli að Sveindís eigi að koma beint inn í byrjunarliðið gegn Lettlandi.

„Ég vil persónulega bara sjá Sveindísi fara beint í byrjunarliðið. Ég myndi setja hana á kantinn. Út frá því hvernig hún er búin að vera," sagði Gylfi í Heimavellinum.

„Agla María er búin að vera byrjunarliðsmaður í landsliðinu, Elín Metta er búin að byrja leiki í landsliðinu og Hlín Eiríks líka; þær eru allar að spila á Íslandi. Sveindís er gjörsamlega búin að snýta þessari deild, hún er búin að vera yfirburðarmaður á öllum völlum sem hún hefur spilað á í sumar."

„Mögulega er þetta algjör gullmoli fyrir íslensku þjóðina á næstu árum. Ég vil bara henda henni í djúpu laugina."

Umræðuna má hlusta á hér að neðan.
Heimavöllurinn: Sjóðheitir nýliðar og allt í steik í neðri hlutanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner