Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 14. september 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær ánægður með frammistöðu Van de Beek og Henderson
Van de Beek í leiknum.
Van de Beek í leiknum.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði Donny van de Beek og Dean Henderson sérstaklega fyrir frammistöðu þeirra í æfingaleiknum gegn Aston Villa á laugardag.

United og Villa voru ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina og ákváðu því að spila æfingaleik sem Aston Villa hafði betur í.

Van de Beek spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd eftir félagskipti frá Ajax og Henderson er kominn til baka eftir tvö ár á láni sem aðalmarkvörður Sheffield United.

„Donny var kannski stærsti plúsinn af öllum útileikmönnunum," sagði Solskjær við sjónvarpsstöð Manchester United eftir leikinn. „Hann er góður í að finna pláss og skapar mikinn tíma fyrir sjálfan sig með tímasetningu og hreyfingu. Ég var mjög ánægður með frammistöðu hans."

„Það voru líka aðrir jákvæðir punktar. Mér fannst Deano sýna mikið vald og hann spilaði eins og Manchester United markvörður. Það sást líka hvað Teden (Mengi) er spennandi leikmaður."

Man Utd mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner