Manchester United tapaði 1-0 fyrir Aston Villa í æfingaleik á Villa Park þennan laugardaginn.
Hvorugt liðið er að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina og því var ákveðið að spila æfingaleik þess í stað.
Hvorugt liðið er að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina og því var ákveðið að spila æfingaleik þess í stað.
Það var Ollie Watkins sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Watkins gekk nýverið í raðir Villa frá Brentford fyrir kaupverð sem gæti farið upp í allt að 33 milljónir punda.
Byrjunarlið Man Utd í leiknum var: Henderson, Dalot, Fosu-Mensah, Maguire, Shaw, McTominay, Van de Beek, Rashford, Lingard, James, Ighalo.
Man Utd mætir Crystal Palace um næstu helgi og Villa á heimaleik gegn Sheffield United.
Athugasemdir