Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   lau 14. september 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir miðjumenn Arsenal í uppáhaldi hjá Rodri
Jorginho í uppáhaldi hjá Rodri.
Jorginho í uppáhaldi hjá Rodri.
Mynd: Getty Images
Rodri. miðjumaður Manchester City, var beðinn um að velja hvaða aðrir miðjumenn hann væri hrifnastur af í fótboltanum í dag.

Það kemur kannski nokkuð á óvart að hann nefndi tvo leikmenn frá samkeppnisaðilanum Arsenal. Arsenal og City hafa barist um Englandsmeistaratitilinn síðustu tvö tímabil.

„Ég held það sé ekki sanngjarnt að biðja mig um nöfn því ég mun skilja einhvern eftir sem á skilið að vera nefndur," sagði Rodri við ESPN.

„Núna, þá er ég mjög hrifinn a Declan (Rice), hvað hann gerir inn á vellinum. Þrátt fyrir að það sé ekki sama hlutverk og ég er í."

„Ég elska Jorginho, þegar hann var í sínu besta formi."

„Í fortíðinni, þá myndi ég segja (Sergio) Busquets, Casemiro, Xabi Alonso, þessir leikmenn sem geta stýrt leikjum,"
sagði Rodri.
Athugasemdir
banner
banner
banner