Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 15. janúar 2023 11:20
Aksentije Milisic
Bruno: Ekki nota nafn mitt til að ráðast að Ronaldo
Félagarnir.
Félagarnir.
Mynd: EPA

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, skoraði fyrra mark liðsins í frábærum sigri á Manchester City á Old Trafford í gær.


Eftir leik var Bruno með skilaboð á Instagram en hann hefur ekki verið sáttur við umræðu sem hefur verið í gangi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um að ekki hafi allt verið í góðu á milli Ronaldo og Bruno þegar þeir voru liðsfélagar hjá Man Utd.

Nú gáfu menn í skyn að Bruno hafi verið með skot á Ronaldo þegar hann sagði að Man Utd sé að spila eins og lið.

Mikið var gert úr myndbroti þar sem félagarnir heilsuðust í landsliðsverkefni fyrir HM í Katar en bæði Ronaldo og Bruno gerðu síðar meir grín af þeirri umræðu.

„Takk fyrir þann sem póstaði nákvæmlega orðunum sem ég sagði!" byrjaði Bruno.

„Ég veit að það sé erfitt að sjá Manchester United standa sig vel og geta því ekki gert neitt nema skrifað góða hluti um okkur!

Ekki nota nafn mitt til að ráðast að Cristiano! Cristiano var hluti af liðinu okkar á fyrri hluta tímabils og eins og ég hef alltaf sagt áður, ALLIR, síðan í leiknum gegn Liverpool, hafa verið frábærir og núna erum við eins og alvöru lið og það sést á úrslitunum. Vil höldum áfram," sagði varafyrirliði Man Utd.

Frábær sigur hjá United í gær en liðið gæti verið að lauma sér í toppbaráttuna. United mætir Arsenal um næstu helgi á Emirates vellinum.



Athugasemdir
banner